Fylltar bakaðar kartöflur III
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk DILL, þurrkað
 • 125 gr RÆKJUR
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 6 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 3 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 90 gr JÓGÚRT, hreint
 • 0.25 stk GÚRKUR, hráar
 • 2 stk LAUKUR, vor-

Aðferð:

 1. Bakið kartöflurnar í miðjum ofni í eina klukkustund við 200°C.
 2. Skerið agúrkuna eftir endilöngu og fjarlægið kjarnann með skeið. Skerið vorlauk og agúrku í litla bita eða þunnar sneiðar og klippið niður dillið.
 3. Blandið saman sítrónusafa, olíu og kryddi og hellið yfir grænmetið og rækjurnar.
 4. Skerið lok af kartöflunum þegar þær eru bakaðar og holið þær aðeins að innan með teskeið. Stappið saman jógúrtinni og 0,75 hlutum þess sem skafið er innan úr kartöflunum.
 5. Blandið grænmetinu og rækjunum saman við jógúrtblönduna. Saltrið og piprið eftir smekk.
 6. Setjið fyllinguna í kartöflurnar og rétturinn er tilbúinn.

Fylltar kartöflur má bera fram sem smárétt eða sem meðlæti með kjöti eða fiski.

Kaloríur 123 6%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar bakaðar kartöflur III
Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Vín sem ræður við fjölbreyttan mat og ekki skemmir fyrir að hann sé grillaður. Skemmtilegt vín sem hentar vel með lambi, grís, nauti og dökku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér