Gott og betra túnfisksalat
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EGG, hænuegg, soðin
 • 0.5 tsk KARRÍ, duft
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 150 gr TÚNFISKUR, niðursoðinn í olíu

Aðferð:

 • Sjóðið eggin og kælið.
 • Notið eggjaskera og skerið eggin fyrst langsum og svo þversum (svo það endi í litlum bitum).
 • Blandið öllum hinum hráefnunum saman við og hrærið vel.
 • Kælið áður en salatið er borið fram.
Kaloríur 83 4%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gott og betra túnfisksalat
Tommasi Bardolino
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Bardolino
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Rúbínrautt með áleitnum kirsuberja angan. Ávaxtaríkt og líflegt með meðalfyllingu, sæt kirsuber í forgrunni. Frábært með léttum ítölskum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér