Fylltar bakaðar kartöflur I
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 50 gr SMJÖR
 • 1 msk STEINSELJA
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 500 ml MJÓLK
 • 100 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

 1. Veljið stórar kartöflur. Þvoið þær rækilega og burstið vel.
 2. Stingið í kartöflurnar með gaffli og setjið þær á fat. Bakið í ofni við 200°C í 1-1 1/2 klst., eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
 3. Stingið í stærstu kartöfluna, ef hún er mjúk í gegn eru þær bakaðar.
 4. Skerið bakaðar kartöflurnar í tvennt að endilöngu. Skafið innan úr þeim, geymið hýðið.
 5. Stappið innmatinn úr kartöflunumn í skál.
 6. Bætið út í bitum af skinku, smjöri, osti og mjólk, blandið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.
 7. Fyllið hýðið með kartöflustöppunni og bakið áfram í um 15 mín.
 8. Stráið saxaðri steinseljunni yfir um leið og þið berið kartöflurnar fram.
Kaloríur 241 12%
Sykur 0g 0%
Fita 17g 24%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar bakaðar kartöflur I
Casillero del Diablo Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Diablo Merlot hentar vel með nauti og villibráð ásamt flestu öðru kjöti. Frábært eitt og sér en nýtur sín betur með mat. Án efa eitt áhugaverðasta...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér