Fínn brauðréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BRAUÐ, franskbrauð
 • 1 tsk SEASON ALL
 • 100 gr OSTUR, Rifinn
 • 250 gr HÖRPUSKELFISKUR
 • 180 gr SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 200 gr SVEPPIR, niðursoðnir
 • 300 gr SPERGILL / ASPARGUS, niðursoðinn
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1 dl RJÓMI
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 1 tsk LAUKDUFT

Aðferð:

1. Blandið saman sýrðum rjóma og rjóma og bætið safa af sveppum og aspas út í.
2. Kryddið með karrý, laukdufti og Season All.
3. Hreinsið skelfisk/krabbakjöt, smakkið og blandið út í rjómablönduna ásamt sveppum, aspas,    saxaðari skinku og rifnum osti.
4. Skerið brauð í teninga og blandið saman við.
5. Setjið blönduna í eldfast mót í ofni við 200°C í 20-30 mín.
6. Berið fram sem sjálfstæðan rétt eða á kaffihlaðborði.

 

 

Kaloríur 216 11%
Sykur 0g 0%
Fita 14g 20%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fínn brauðréttur
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér