Félagskjúklingur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EPLI
 • 400 gr MANGÓ CHUTNEY
 • 1 stk KJÚKLINGAKRAFTUR
 • 4.5 dl Vatn
 • 100 gr SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 2 msk SMJÖR, ósaltað
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 2 tsk KARRÍ, duft
 • 1 tsk SEASON ALL

Aðferð:

Brúnið kjúklinginn í 1 msk af smjörinu, kryddið með season all og örlítið af salti, setið í pott ásamt 4 dl af vatni - látið sjóða.  

Saxið lauk og epli, látið krauma í 1-2 min á pönnunni í afganginum af smjörinu og stráið karrý yfir.  Hellið vatni ásamt krafti og sýrðum rjóma og mango chutney, látið sjóða við vægan hita 3-5 mín.

Hellið sósunni út í pottinn og jafnið með sósujafnara bragðbætið að vild. 

Kaloríur 361 18%
Sykur 67g 74%
Fita 9g 13%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Félagskjúklingur
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér