Chili kjúklingur
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk BEIKON, steikt
  • 0 HNETUR, jarðhnetur, saltaðar
  • 1 stk KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
  • 5 dl RJÓMI
  • 1 stk SÓSA, Chili

Aðferð:

Rjóminn er settur í skál og léttþeyttur, þar til að hægt er að gera far í hann með gaffli.

Síðan er Heinz Chili sósunni blandað saman við rjómann, hrært saman með pískara þar til úr verður bleik sósa.

Kjúklingur ( bringur léttsteiktar á pönnu ) reyttur niður í hæfilega stóra bita og settur í eldfast mót.

Sósunni er síðan hellt yfir og beikoni dreift í mótið eftir hentisemi, hnetum dreift í mótið einnig eftir hentisemi.

Síðan er allt saman sett inn í ofn við 150 - 180 ° í ca 30 mín.

Gott getur verið að bragðbæta réttinn t.d með ananasbitum, auka chili o.s.frv. eftir smekk hvers og eins (upprunalegi rétturinn innihélt banana líka)

Kaloríur 43 2%
Sykur 0g 0%
Fita 5g 7%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Chili kjúklingur
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér