Fyllt eggaldin
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk Eggaldin
 • 55 gr OSTUR, Mosarella
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 5 msk BRAUÐRASP
 • 400 gr Tómatar
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2250 gr PASTA, soðið
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 25 gr OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 1 stk LAUKUR, þurrkaður
 • 2 tsk OREGANO

Aðferð:

 1. Sjóðið pastað í 8-10 mínútur eða þangað til það er næstum tilbúið, sigtið, kælið með köldu vatni og setjið til hliðar.
 2. Skerið eggaldin í helminga (lárétt), hreinsið innan úr þeim með beittum hnífi, án þess þó að skemma hýðið.
 3. Skafið kjötið úr og saxið það.
 4. Saxið laukinn og tómatana og merjið hvítlauksrifin.
 5. Steikið laukinn í ólífuolíu á pönnu í um 5 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur.
 6. Bætið hvítlauknum við og hitið í 1 mínútu, bætið saxaða aldinkjötinu út í.
 7. Bætið tómötunum og oregano kryddinu við og smakkið til með salti og pipar.
 8. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í um 10 mínutur eða þangað til blandan fer að þykkna.
 9. Bætið pastanu út í og hrærið vel.
 10. Raðið eggaldinskeljunum á bökunarpappír.
 11. Setjið helminginn af pastablöndunni í skeljarnar.
 12. Raðið mozarella sneiðunum ofan á.
 13. Setjið afganginn af pastablöndunni ofan á.
 14. Blandið saman brauðmylsnunni og parmesan ostinum og dreifið yfir.
 15. Bakið í ofni við 200°C í 25-30 mín eða þangað til eggaldinkjötið er orðið mjúkt og osturinn bráðinn.
Kaloríur 908 45%
Sykur 1g 1%
Fita 32g 46%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fyllt eggaldin
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér