Allt í einum potti "Alveg bráðho...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 1.5 tsk CAYENNE PIPAR
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 1000 ml Vatn
 • 4 stk Tómatar
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 2 tsk PAPRIKUDUFT
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 2 msk SEASON ALL

Aðferð:

Kjúklingur, kartöflur og grænmeti allt eldað saman. Aðeins einn ofnpottur að vaska upp.

 

Setjið niðurskorna sítrónu inn í kjúklinginn og kryddið hann eins og vanalega, gott að krydda með smá cayenne pipar. Setjið í ofnpott og takið hvítlaukana í nokkra hluta og setjið í kringum kjúklinginn. (óþarfi að flysja).

Skerið bökunarkartöflur í tvennt og kryddið sárið með paprikudufti og setjið í pottinn. Skvettið smá vatni og olíu yfir og eldið eins og venjulegan kjúkling í ofni.

Þegar 30 mín eru eftir af steikingartímanum setjið þið gróft niðurskorið grænmetið ofaní pottinn og látið malla. Passið að það sé alltaf vökvi í pottinum.

Nú eruð þið komin með kjúkling, kartöflur og grænmeti og notið soðið sem sósu.

Kaloríur 90 4%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Allt í einum potti "Alveg bráðhollt og lygilega gott"
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér