Appelsínukjúklingur með möndlum
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 3 stk APPELSÍNUR
  • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
  • 50 gr MÖNDLUR
  • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 1 msk PAPRIKUDUFT
  • 2 tsk PIPAR, svartur
  • 2 tsk SALT, borðsalt
  • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
  • 200 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI

Aðferð:

Hitið ólífuolíuna á pönnu, bætið síðan möndlunum út í og steikið þar til þær verða gylltar að lit.

Fjarlægið af pönnunni og leggið til hliðar.

Kryddið kjúklinginn eftir smekk með salti, pipar og paprikudufti.

Setjið síðan kjúklinginn út á pönnuna og steikið á báðum hliðum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 30 mín., eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum sem fylgja á umbúðum.

Á meðan, kreistið safann úr tveimur appelsínum. Skerið þá þriðju í bita, passið að taka alla steina úr.

Færið kjúklinginn af pönnunni og í eldfast mót sem hefur verið hitað upp.

Setjið appelsínusafann, appelsínubitana og sykurinn út á pönnuna og sjóðið í 2 mín.

Hellið blöndunni síðan yfir kjúklinginn.

Að lokum stráið möndlunum yfir kjúklinginn og berið fram strax með hrísgrjónum.

 

Kaloríur 297 15%
Sykur 7g 8%
Fita 15g 21%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Appelsínukjúklingur með möndlum
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér