Frönsk súkkulaðikaka
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 30 gr JARÐARBER
 • 1 dl KAFFI, lagað
 • 1 stk Kiwi
 • 200 gr SMJÖR
 • 250 gr SÚKKULAÐI, suðusúkkulaði
 • 200 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

 1. Þeytið eggin í ca. 10 mín.
 2. Setjið súkkulaðið, smjörið og sykurinn í pott og bræðið við vægan hita.
 3. Blandið saman súkkulaðinu og eggjaþeytunni varlega með sleikju og hrærið síðan kaffinu saman við.
 4. Setjið deigið í smelliform klæddan bökunarpappír.
 5. Bakið við 175°C í 45 mín.
 6. Skreytið með jarðaberjum og kiwi.

Í stað þess að bræða blönduna í lið nr. 2 má setja stutt í örbylgjuofn.

Kaloríur 921 46%
Sykur 81g 90%
Fita 61g 87%
Hörð fita 37g 185%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Frönsk súkkulaðikaka
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér