Balsamic kjúlli
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HUNANG
 • 1 kg KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 1 msk ESTRAGON, lauf

Salat:

 • 1 dl EDIK
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 10 stk OLÍFUR, svartar
 • 20 stk HNETUR, Furu-
 • 1 dl BRAUÐTENINGAR
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 2 msk TÓMATAR, sólþurrkaðir, í olíu
 • 2 msk OSTUR, ábætisostur
 • 1 stk MANGÓÁVÖXTUR
 • 1 stk AVAKADÓ

Aðferð:

Ristið furuhneturnar á heitri pönnu og stráið ögn af salti yfir. Saxið síðan estragonið og rífið ostinn (parmigiano). Skerið tómatana og rauðlaukinn smátt, en avókadóið og mangóið í bita.

Penslið kjúklinginn með hunangi og stráið fersku estragoni yfir. Steikið í ofni við 120°C í 60 mínútur. Takið kjúklinginn úr ofninum og kælið. Rífið salatið niður í stóra skál og blandið öllu saman við sem fara á í salatið. Skerið síðan kjúklingakjötið í sneiðar eða bita og bætið þeim saman við. 

Kaloríur 539 27%
Sykur 0g 0%
Fita 35g 50%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Balsamic kjúlli
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér