Nautakjöt Satay - pinnar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 450 gr NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 1 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 1 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk KORIANDER
 • 1 stk SÓSA, Satay
 • 2 stk LAUKUR, Shallot-

Aðferð:

Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Hrærið saman öllu öðru í uppskriftinni. Hellið yfir kjötið og marinerið í a.m.k. 1 klst. Þræðið kjötbitana upp á pinna. Penslið hvern Satay pinna með dálítilli olíu og grillið í ca. 10 mín. við 200°C í ofni eða á útigrilli, þar til kjötið er tilbúið. Gott er að snúa pinnunum oft til að ná jafnri steikingu.

Berið fram heitt eða kalt með Satay sósu.
Satay er margbreytilegt - hægt er að hafa það sem forrétt með drykk, sem nasl, eða sem létta máltíð borna fram með salati og hrísgrjónum

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://www.kjot.is

Kaloríur 135 7%
Sykur 4g 4%
Fita 2g 3%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Nautakjöt Satay - pinnar
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér