Grillaður nautavöðvi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1000 gr NAUTAHRYGGVÖÐVI (FILE) m fitu hrár

Kryddlögur:

 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 1 tsk TÍMÍAN
 • 3 msk MATAROLÍA

Aðferð:

Veljið meyran nautavöðva eitt passlegt stykki fyrir alla, t.d. vel hanginn innanlærisvöðva, fille eða lund, reiknið með um 250 gr af kjöti á mann.


Blandið öllu saman í kryddlögin og setjið vöðvan í bað í kryddleginum í sterkum plastpoka yfir nótt í ísskáp eða í 1-2 klst á eldhúsbekknum. Grillið nautavöðvan heilann. Notið kjöthitamælir, sjá Ráð undir rifi, um notkun hans og steikartíma. Grillaður nautavöðvi er góður með hverju sem er, líka einn og sér sem hollt, lúxus snakk, t.d. með rauðvínstári eða bjór.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://www.kjot.is

Kaloríur 655 33%
Sykur 0g 0%
Fita 49g 70%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaður nautavöðvi
Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært með nautasteikinni en einnig gott með lambi og villibráð. Sérlega gott með kröftugum grillmat. Shiraz er að verða ein vinsælasta þrúgan á...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér