Frönsk kjötsúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk BEIKON, hrátt
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 1 tsk TÍMÍAN
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 stk STEINSELJA
 • 2 dl RAUÐVÍN
 • 400 gr NAUTAKJÖT, millifeitt, steikt
 • 8 dl KJÖTSOÐ
 • 4 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-

Aðferð:

 1. Skerið kjötið í munnbita. Brúnið kjötið í olíunni í potti.
 2. Saxið laukinn og steinseljuna með stilkunum.
 3. Bætið út í pottinn lauki, steinselju (geymið smávegis til þess að skreyta með), tómatmauki, timjani, salti, pipar, lárviðarlaufi, rauðvíni og kjötsoði og látið sjóða við vægan hita í 50 mínútur.
 4. Flysjið kartöflurnar og skerið þær og gulræturnar í bita. Setjið gulrætur og kartöflur út í súpuna og látið sjóða í 15 mínútur.
 5. Sneiðið blaðlauk og sveppi og léttsteikið ásamt beikoni.
 6. Setjið út í súpuna ásamt pressuðum hvítlauknum. Látið sjóða í nokkrar mínútur. Kryddið ef með þarf.
 7. Stráið afganginum af steinseljunni yfir súpuna rétt áður en hún er borin fram.
Kaloríur 274 14%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Frönsk kjötsúpa
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér