Bauta-BernaisSÓSA - ein alvöru f...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 200 gr BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, Létta
 • 2 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar
 • 1 tsk STEINSELJA
 • 1 tsk BERNAISSE ESSENSE
 • 0.5 tsk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Þeytið eggjarauðurnar með bernesessensinu í hrærivél í u.þ.b. 5 mín.

Bræðið smjörið við vægan hita, hellið því vel heitu saman við eggjarauðurnar, passið vel að hræra stöðugt í eggjahrærunni á meðan.

Blandið kjötkraftinum og steinseljunni saman við.

Ef sósan er of þykk má þynna hana með volgu vatni.

Sósan má ekki hitna mikið því þá hleypur eggjarauðan í kekki.

Ef þið viljið velja fljótlegu leiðina má auðvitað kaupa sósu í bréfi en hún slær þessari aldrei við, þó gerir mikið gagn að bæta bernesessens, steinselju og jafnvel nautakjötskrafti í á síðustu mínútunum.  

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://www.kjot.is

 

Kaloríur 185 9%
Sykur 0g 0%
Fita 20g 29%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bauta-BernaisSÓSA - ein alvöru frá grunni
Bach vina Extrísima tinto.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach vina Extrísima tinto.
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Passar einkar vel með Tapasréttum,pottréttum,túnfiski og í grillveisluna.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér