Formköku grunnuppskrift - góð!
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 3 dl HVEITI
 • 1 dl KARTÖFLUMJÖL
 • 1 tsk LYFTIDUFT
 • 200 gr SMJÖR, sérsaltað
 • 2.5 dl SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

Í deigið má fara krydd s.s. 2 tsk kanill, 1 tsk negull, 1/2 tsk múskat. Eins 3 msk kakó og 2 tsk vanillusykur. Rífa börk af appelsínu eða sítrónu saman við, nú eða kardimommur og rúsínur eða aðra þurrkaða ávexti. Líka brytjað suðusúkkulaði, láta smekk og hugarflug ráða.

Leiðbeiningar

Smjör og sykur þeytt vel saman. Eggin sett út í eitt í einu. Þurrefnum bætt út í og hrært vel saman. Og þar næst því kryddi sem við kjósum.
Sett í vel smurt ílangt eða hringlaga formkökuform.
Bakað við 175° í um 50 mínútur.

Kaloríur 429 21%
Sykur 6g 7%
Fita 41g 59%
Hörð fita 27g 135%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Formköku grunnuppskrift - góð!
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér