Rækjukokteill

Innihald:

 • 4 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 300 gr RÆKJUR
 • 1 stk JÖKLASALAT, ÍSSALAT
 • 1 stk MANGÓÁVÖXTUR

Sósa::

 • 2 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 2 msk SÓSA, TÓMAT-, tómatsósa
 • 2 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk DILL, þurrkað
 • 1 msk LAUKUR, vor-

Aðferð:

Salatblöðin eru rifin niður og skálar klæddar að innan með þeim. Mangóið skorið í fremur litla bita og þeim og rækjum blandað saman og sett í skálarnar.

Sósan löguð þannig að sýrðum rjóma og rjóma blandað vel saman , hrært vel og öðru hráefni bætt út í. Smakkað til með salti og pipar.

Sósunni er síðan dreift yfir rækju- og mangókokteilinn og skreytt með sítrónu sneiðum og ferskum dill greinum ef vill.

Borið fram vel kælt með ristuðu brauði.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Casillero del Diablo Chardonnay
Tegund: Hvítvín
Land: Chile
Lýsing: Gott með fiskréttum, kjúklingi og salötum. Eitt mest selda hvítvínið frá Chile á heimsvísu - þarf að segja meira ?