Ástralskt lambakjötssalat

Innihald:

  • 3 msk HVÍTVÍN, millisætt
  • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 0.5 tsk PIPAR, svartur
  • 2 msk SOJASÓSA
  • 1 stk CHILI Rauður
  • 2 msk FISKISÓSA
  • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
  • 2 stk LIME
  • 750 gr Lambafille, fulleldað

Aðferð:

Ofninn hitaður í 220 gráður, kjötið penslað með olíu, kryddað með pipar og steikt í um 10 mínútur en síðan látið standa undir álpappír í 5-10 mínútur. Börkurinn rifinn af límónunum og safinn kreistur úr þeim. Sett í skál og nam pla, sojasósu, hvítlauk, chili og hvítvíni hrært saman við. Látið standa smástund. Kjötið skorið í þunnar sneiðar sem velt er upp úr sósunni og síðan bornar fram á salatblöðum sem aðalréttur eða forréttur.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is


Stjörnugjöf: