Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu

Innihald:

 • 500 ml HVÍTVÍN, millisætt
 • 1 stk BRAUÐ, snittu-
 • 2 stk LAUKUR, Rauð-
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 1.5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 250 ml Vatn
 • 150 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 200 gr SVEPPIR, hráir
 • 3 tsk STEINSELJA
 • 1.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 200 gr ÝSA, hrá
 • 125 stk KRÆKLINGUR, hrár
 • 0.5 msk KARRÍ, duft
 • 125 gr HÖRPUDISKUR, hrár
 • 1 tsk TURMERIK

Aðferð:

 1. Saxið lauka og hvítlauksrif. Skerið niður sveppi. Mýkið í olíu í 1-2 mínútur í stórum potti. Kryddið með salti, pipar, karrí og túrmeriki.
 2. Setjið tómata, vín/kjúklingasoð, vatn og lárviðarlauf út í pottinn Látið suðuna koma upp í 3-4 mínútur.
 3. Skerið fiskinn í litla bita og setjið í súpuna ásamt frosnum hörpudiski. Sjóðið í 3-4 mínútur.
 4. Setjið kræklinginn út í og hitið að suðu. Saxið steinselju yfir súpuna eftir suðu.


Berið fram með nýbökuðu brauði.

Ath. auðveldast er að kaupa fiskinn roð- og beinlausan.


Stjörnugjöf: