Rauðvínslegnar lambakótelettur

Innihald:

  • 2 msk HUNANG
  • 1 msk OREGANO
  • 1 msk MYNTA
  • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
  • 0.5 tsk SALT, borðsalt
  • 200 ml RAUÐVÍN
  • 0.5 tsk PIPAR, svartur
  • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 900 gr LAMBAKÓTILETTUR, hráar
  • 1 msk Edik, rauðvíns

Aðferð:

Kóteletturnar fituhreinsaðar að hluta og raðað í eldfast fat. Rauðvín, olía, edik, hvítlaukur, oregano, minta og pipar hrært saman og hellt yfir. Látið standa í kæli í 3-4 klst og snúið nokkrum sinnum. Grillið hitað. Kóteletturnar teknar úr leginum og salti og hunangi hrært saman við hann. Kóteletturnar grillaðar í um 10 mínútur (eða eftir þykkt). Snúið nokkrum sinnum og penslaðar oft með leginum.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Marquez de Arienzo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Fullkomið með villibráð, t.d. rjúpu, gæs eða hreindýri.