Kjöt og kartöflur í karrýsósu

Innihald:

  • 5 stk GULRÆTUR, hráar
  • 2.5 msk HVEITI
  • 2.5 stk KARRÍ, duft
  • 450 gr KARTÖFLUR, hráar
  • 1 kg LAMBAKJÖT, súpukjöt, hrátt
  • 30 gr SMJÖR, sérsaltað
  • 1000 ml VATN, drykkjarvatn
  • 2 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

Kjötið sett í pott. Ef bitarnir eru stórir er e.t.v. best að skipta þeim í minni bita. Köldu vatni hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af. Lárviðarlaufi, pipar og salti bætt í pottinn og látið malla við fremur hægan hita í um 25 mínútur. Gulræturnar hreinsaðar, skornar í bita og settar út í. Látið malla í um 25 mínútur í viðbót. Þá er kjötið og gulræturnar tekið upp úr og haldið heitu. Smjörið brætt í öðrum potti. Karríduftinu stráð yfir, hrært og látið krauma í um 1/2 mínútu. Þá er hveitinu stráð yfir og hrært þar til það hefur samlagast smjörinu. Soði hellt saman við smátt og smátt, þar til sósan er hæfilega þykk, og hrært stöðugt á meðan. Látið malla í 5-10 mínútur. Svolitlum rjóma eða mjólk e.t.v. hrært saman við og bragðbætt með pipar og salti eftir smekk. Kjötið borið fram með gulrótunum (eða soðnum kartöflum), hrísgrjónum og sósu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: www.lambakjot.is


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Campo Viejo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Frábært vín með grilluðu lamba- og nautakjöti. Vín fyrir þá sem vilja gera gott við sig og sína. Hentar einnig vel með öðru rauðu kjöti og...