Appelsínunaut

Innihald:

  • 1 stk APPELSÍNUR
  • 3 stk GULRÆTUR, hráar
  • 600 gr NAUTAHRYGGVÖÐVI (FILE) m fitu hrár
  • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
  • 1 msk SOJASÓSA
  • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
  • 0.25 stk ENGIFER
  • 2 stk LAUKUR, vor-

Aðferð:

Skerið nautakjötið í stimla og setjið í plastpoka.

Rífið börkinn af appelsínunni, ekki taka það hvíta með, setjið í pokann ásamt safanum úr appelsínunni og slatta af appelínukjöti.

Veltið pokanum þannig að appelsínan og nautakjötið blandist vel, lokið pokanum og gefið nautinu tækifæri til að liggja í appelsínubaði í 15-50 mínútur, svona eftir því hvernig stendur á hjá ykkur. 

Takið kjöt bitana upp úr safanum, geymið pokann með appelsínugumsinu.

Steikið kjötbitana í soja, engifer og olíu á pönnu.

Þegar kjötið hefur tekið góðan steikarlit er gulrótunum bætt á pönnuna og steikt áfram í 5-8 mínútur, síðan vorlauk og appelsínusafanum úr pokanum. Látið malla uns kjöt bitarnir eru mjúkir að ykkar smekk, bætið með salti og pipar að vild, smakkið bara það er gott.

Flottur réttur með hrísgrjónum.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni. www.kjot.is


Stjörnugjöf: