Einfaldur pastaréttur II

Innihald:

  • 2 msk HVEITI
  • 1.5 dl NÝMJÓLK
  • 80 gr OSTUR, blokkostur, 21% fita
  • 1.5 dl RJÓMI
  • 90 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
  • 200 gr SVEPPIR, niðursoðnir
  • 1 stk GRÆNMETISTENINGUR
  • 1 tsk OREGANO
  • 100 gr PASTA, Tagliatelle

Aðferð:

Sjóðið 100 g af pasta nákvæmlega eftir leiðbeiningum á umbúðum. Blandið saman mjólk, rjóma, sveppasoði, kryddi og hveiti, hitið og hrærið í á meðan suðan kemur upp (annars fer sósan í kekki).

Bætið rifnum osti, skinkunni og sveppum út í og látið sjóða við vægan hita í 3-5 mín. Kryddið meira ef þarf. Setjið pastað í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Bakið í ofni við 180°C í 5-10 mín.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.bonus.is


Stjörnugjöf: