Camenbert kjúkingabringur í rjómasósu

Innihald:

  • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
  • 1 stk OSTUR, Camembert
  • 250 ml RJÓMI, matreiðslurjómi
  • 150 gr SVEPPIR, hráir
  • 1 msk SEASON ALL

Aðferð:

  1. Búið til vasa úr bringunni og setjið ostinn inní.
  2. Skerið sveppina niður og kryddið kjúkling með season all.
  3. Hitið pönnuna vel og steikið þannig að hann verði fallega brúnn.
  4. Steikið sveppina og setjið með kjúklingnum.
  5. Hellið síðan rjómanum yfir og látið krauma þar til tilbúið.

Einnig má bragðbæta bringurnar með því að vefja beikoni utan um þær.


Stjörnugjöf: