Eggaldin í essinu sínu

Innihald:

 • 1 stk BRAUÐ, hvítlauksbrauð
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk TÓMATAR, BUFF
 • 25 gr BRAUÐMYLSNA
 • 0.5 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 3 msk SMJÖR, ósaltað
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.25 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 50 gr OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 225 gr OSTUR, Mozzarella, 21% fita
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 50 gr HVEITI
 • 750 gr Eggaldin
 • 1 msk TÓMATKRAFTUR

Aðferð:

Sósa:

Best er að útbúa sósuna fyrst. Látið lauk og hvítlauk krauma í smjörinu þar til þeir verða mjúkir ( 5 mín ). Bætið tómötum og safa, tómatkrafti, sykri og öðru kryddi út í og látið krauma við vægan hita í 40 mín. eða þar til sósan er orðin þykk. Geymið.

Skerið eggaldinið í sneiðar, stráið salti beggja vegna og látið standa í 20 mín. Þerrið sneiðarnar með eldhúspappír og veltið þeim upp úr hveiti. Blandið saman parmesan og brauðmylsnu. Hitið 1 msk. af olíu og 1 msk. af smjöri á pönnu og brúnið eggaldinsneiðarnar. Bætið við olíu og smjöri ef þetta verður of þurrt.

Penslið eldfast mót með smjöri. Setjið 1/4 af sósunni í botninn, því næst 1/3 eggaldinsneiðanna og að síðustu parmesanblönduna. Endurtakið þetta og endið með sósu. Leggið álþynnu yfir mótið og bakið við 200°C í 20 mín, takið þá álþynnuna af og bakið áfram í 10 mín. Berið fram heitt með hvítlauksbrauði.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.ms.is


Stjörnugjöf: