Kjúklingur, núðlur og sveppir.

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk ENGIFER
 • 1.5 dl Vatn
 • 300 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 stk SPÍNAT, hrátt
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 2 stk NÚÐLUR, eggjanúðlur, þurrkaðar
 • 2 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 2 msk JURTAOLÍA, meðalsamsetning
 • 2 stk LAUKUR, Rauð-

Aðferð:

Matreiðsla

Rauðlaukarnir skornir í tvennt og síðan þverskornir í þunnar flögur. Engifer rifinn (3 sm bútur) og hvítlaukurinn smásaxaður. Þetta þrennt steikt í olíu í eina til tvær mínútur og síðan lagt til hliðar.

Kjúklingabringur þverskornar í þunnar sneiðar og sveppirnir skornir líka (ágætt að nota eggjaskera til að skera sveppi!). Bætt við olíu á pönnuna og kjúklingasneiðarnar steiktar báðum megin við háan hita. Kjötmagnið í einu skal ekki vera meira en svo að þið ráðið við að steikja allt skal vera fallega jafnsteikt báðum megin. Hrærið oft í til að tryggja góða steikingu. Þegar allt kjötið er steikt er sveppunum bætt út yfir kjötið og steikt til viðbótar í eina til tvær mínútur.

Síðan er lauknum bætt yfir, sojasósunni, kryddinu úr núðlupokunum og vatninu og soðið við meðalhita í tvær til þrjár mínútur.

Á meðan er sjóðandi heitu vatni hellt yfir núðlurnar og látið standa í þrjár mínútur. Núðlunum hellt í sigti, látið renna vel af þeim. Núðlunum hellt yfir allt í pönnunni, spínat( 2 hnefar) sett á pönnuna líka og hrært í smástund, liðlega mínútu.

Uppskriftin er komin frá Nönnu Rögnvaldardóttur en aðlöguð að eigin sérviskum, eins og fleiri uppskriftir.

Borið fram með brauði

 

http://sigurdurarni.annall.is/


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon - Kassavín
Tegund: Rauðvín
Land: Chile
Lýsing: Passar vel með ostum, pasta og rauðu kjöti.