Sesamnúðlur

Innihald:

 • 2 msk HNETUSMJÖR
 • 2 msk SESAMFRÆ, án hýðis
 • 1 stk CHILI Grænn
 • 250 gr HRÍSGRJÓNANÚÐLUR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 5 msk KORIANDER
 • 3 msk SESAMOLÍA
 • 1 msk límónusafi (lime)
 • 5 msk sósa, Tamaris

Aðferð:

 • Aðferð:
 • Til að gera dressinguna, skuluð þið blanda saman sesamolíu, saxaða eða pressaða hvítlauknum og hnetusmjöri í skál. Hrærið vel.
 • Bætið saxaða chillipiparnum, sesamfræjunum og sojasósunni saman við.
 • Því næst skuluð þið blanda límónusafanum út í. Smakkið til með pipar. Ef ykkur finnst dressingin of þykk, setjið þá 1-2 msk af volgu vatni saman við.
 • Hitið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka (yfirleitt í 4-5 mínútur í sjóðandi vatni) rétt áður en bera á matinn fram.
 • Látið renna af núðlunum og setjið í skál.
 • Hellið dressingunni strax út í núðlurnar, blandið vel saman og dreifið corianderlaufunum yfir.
 • Berið fram heitt.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Glen Ellen Cabernet Sauvignon.
Tegund: Rauðvín
Land: Bandaríkin
Lýsing: Þessu vín koma frá einum elsta vínframleiðanda í Kaliforníu. Concannon víngerðin var stofnuð 1883 af James Concannon írskum manni sem flutti til...