Franskar kartöflur

Innihald:

 • 6 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk KÓKOSFEITI

Aðferð:

 • Skerið kartöflurnar fyrst í sneiðar (svona 5 mm þykkar).
 • Skerið kartöflurnar því næst í strimla.
 • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
 • Setjið kartöflurnar á bökunarpappír og úðið eða penslið kókosolíu/vatni yfir.
 • Saltið og veltið kartöflunum aðeins til.
 • Bakið við 200°C í um 20-25 mínútur.
 • Berið fram strax.

 • Mér finnst gott að hafa kartöflurnar stökkar en þið getið haft þær mýkri með því að baka þær aðeins styttra eða við lægri hita.
 • Gott er að krydda kartöflurnar með kartöflukryddi frá Pottagöldrum.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.cafesigrun.com


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Marquez de Arienzo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Fullkomið með villibráð, t.d. rjúpu, gæs eða hreindýri.