Svínalundir í ostasósu

Innihald:

 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk OSTUR, Papriku
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 1 kg SVÍNALUNDIR, hráar
 • 1 stk SPERGILKÁL, hrátt
 • 50 gr SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 dl RJÓMI
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 150 gr OSTUR, Óðals -

Aðferð:

 1. Skerið lundirnar þvert á vöðvann og berjið þær létt með hnúanum.
 2. Stráið salti og pipar yfir.
 3. Brúnið í smjöri á pönnu.
 4. Leggið í eldfast mót.
 5. Gufusjóðið brokkolíið en aðeins í mjög stuttan tíma og raðið því svo ofan á lundirnar í mótinu.
 6. Skerið paprikuna í strimla.
 7. Notið nú vatnið af brokkolíinu og setjið ostana út í og rjómann.
 8. Þykkið sósuna með jafnara og setjið paprikuna útí.
 9. Að lokum er sósunni hellt yfir lundirnar og brokkolíið í mótinu og bakað í 200 gráðu heitum ofni í ca 30-40 mín.

Mjög gott er að bera þetta fram með hrísgrjónum.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Bach Extrísimo Semi Dulce
Tegund: Hvítvín
Land: Spánn
Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.