Pottréttur með sveppum og tómötum

Innihald:

 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 2.5 dl Vatn
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 2 dl SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 200 gr SVEPPIR, hráir
 • 0.5 dl STEINSELJA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 tsk PAPRIKUDUFT
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 100 gr LAUKUR, hrár
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

 1. Snöggsteikið hakkið í olíu í potti, takið upp úr pottinum.
 2. Skerið lauk í báta, sneiðið sveppi og steikjið í olíunni, bætið kjöti og tómötum út í pottinn, ásamt vatni.
 3. Kryddið með paprikudufti, salti og pipar.
 4. Sjóðið í 10-15 mín. eða þar til kjötið er orðið meyrt.
 5. Bragðbætið með kjötkrafti (uppleystum í vatni) og sýrða rjómanum.
 6. Hrærið saxaða steinselju út í (má sleppa).

Berið fram með hrísgrjónum og fersku salati.

Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon
Tegund: Rauðvín
Land: Chile
Lýsing: Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon var eina vínið frá Chile sem komst í topp 100 hjá Wine Spector yfir bestu vín ársins 2002.