Karrí rækjur

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 1 dl HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 500 gr HÖRPUDISKUR, hrár
 • 250 ml RJÓMI
 • 150 gr SVEPPIR, niðursoðnir
 • 3 dl MAYONNAISE
 • 2 dl OSTUR, Rifinn
 • 500 gr RÆKJUR

Aðferð:

 1. Hrísgrjón soðin eins og lýst er á pakka.
 2. Hörpudiskur skorinn í bita.
 3. Mæjónesið sett í skál og rækjunum, hörpudisk, sveppum og hrísgrjónum blandað út í ásamt rjómanum.
 4. Allt sett í eldfast mót og osti stráð yfir.
 5. Bakið í ofni þar til osturinn hefur brúnast.
 6. Berið fram með ristuðu brauði.

Athugið með hörpudiskinn að á honum er vöðvi sem þarf að taka af (hann er hvítari en hörpudiskurinn sjálfur og auðvelt að plokka af).


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Sunrise Sauvignon Blanc.
Tegund: Hvítvín
Land: Chile
Lýsing: Sunrise Sauvignon Blanc er enn ein viðbótin við frábæra flóru frá Sunrise. Þess má geta að þetta vín er óeikað.