Hreindýrasteik með villisósu

Innihald:

 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 4 stk EINIBER
 • 100 ml PÚRTVÍN
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 1000 ml Vatn
 • 100 gr SELLERÍ, stilksellerí
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 170 ml RJÓMI
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 msk OSTUR, gráðaostur
 • 1 msk HVEITI
 • 1 kg HREINDÝRAKJÖT, hrátt
 • 2 msk RIFSBERJAHLAUP

Aðferð:

Steikin:

 1. Skerið steikurnar niður í u.þ.b. 2ja cm 100 gr. steikur. Berjið létt á steikurnar með kjöthamri. Brúnið þær vel í olíu á vel heitri pönnu og kryddið með salt og pipar.
 2. Leggið steikurnar í eldfast fat og steikið áfram í 10 min. á 250°C.


Sósan

 1. Gott er að fá kaupmanninn að höggva niður beinin í sósuna.
 2. Brúnið beinin í olíu ásamt afskurðinn í stórum potti.
 3. Kryddið með salti og pipar.
 4. Skerið grænmetið gróft niður og bætið í pottinn, hrærið reglulega.
 5. Brúnið áfram og takið svo pottinn af hitanum. Stráið hveiti yfir afskurðinn og beinin.
 6. Hellið vatninu saman við og kryddið með einiberjum og lárviðarlaufum.
 7. Látið suðuna koma upp rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu sem að flýtur upp.
 8. Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju.
 9. Bætið portvíni og rjóma í sósuna og dekkið t.d. með sósulit. Smakkið til með kjötkrafti.
 10. Bætið við 1 msk. gráðosti og 2 msk. ribsberjahlaupi í sósuna og hrærið vel.
 11. Látið sjóða stutta stund við vægan hita. Hér gæti þurft að sigta sósuna aftur.

Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Campo Viejo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Frábært vín með grilluðu lamba- og nautakjöti. Vín fyrir þá sem vilja gera gott við sig og sína. Hentar einnig vel með öðru rauðu kjöti og...