Hreindýrapaté

Innihald:

 • 100 gr HNETUR, pistasíuhnetur
 • 50 gr RIFSBERJAHLAUP
 • 1 dl EINIBER
 • 100 ml PÚRTVÍN
 • 1 msk STJÖRNUANÍS
 • 1 msk ESTRAGON, lauf
 • 875 gr SVÍNAFITA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 100 gr RÚSÍNUR
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 875 gr HREINDÝRAKJÖT, hrátt
 • 750 gr LIFUR

Aðferð:

 1. Lifrin, hreindýrið, fitan og laukurinn hökkuð.
 2. Púrtvínið, rifsberjahlaupið og rúsínurnar sett í pott og látið sjóða.
 3. Pistasíurnar grófsaxaðar og öllu þessu blandað saman og kryddað til.
 4. Blandan er sett í form og bökuð við 95°C þar til kjarnhiti nær 71°C, látið kólna og skorið í fallegar sneiðar.

Þessi uppskrift er tekin úr Jólablaði Fréttablaðsins 2007


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Marquez de Arienzo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Fullkomið með villibráð, t.d. rjúpu, gæs eða hreindýri.