Hlynsírópsgljáð kjúklingabringa

Innihald:

  • 400 gr Kjúklingabringur, án skinns
  • 250 gr OSTUR, Fetaostur, í olíu
  • 50 gr Tómatar
  • 200 gr SÍRÓP, Hlyn-
  • 100 gr Pestó, grænt

Aðferð:

Hlynsírópi hellt í eldfast mót og kjúklingabitarnir settir í það. (Sírópið nær svona ca. 2/3 upp á kjúklingabringurnar)
1 matskeið af grænu pestói sett ofaná hvern kjúklingabita.
Tómatsneiðar settar ofaná hvern og einn kjúklingabita.
Olían er sigtuð af feta ostinum og ostinum dreift yfir kjúklinginn.
Sett í 200°C heitan ofn í ca. 45 - 50 mín.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Concha y Toro Frontera Cabernet Sauvignon - Kassavín
Tegund: Rauðvín
Land: Chile
Lýsing: Passar vel með ostum, pasta og rauðu kjöti.