Pylsur í chilisósu, Réttur unga fólksins.

Innihald:

  • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
  • 125 gr KARTÖFLUMÚS
  • 0.5 dl RJÓMI, kaffirjómi
  • 30 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
  • 8 stk VÍNARPYLSUR
  • 3 msk MATAROLÍA
  • 150 gr OSTUR, Rifinn
  • 1 dl Chili-sósa

Aðferð:

Útbúið kartöflumúsina. 

Skáskerið pylsurnar í fernt og raðið þeim í smurt eldfast mót. Skerið skinkuna í lengjur.

Skerið blaðlauk í strimla og mýkið í örlítilli olíu. Setjið ofna á pylsurnar ásamt skinku.

Hrærið matarolíu út í chilisósuna ásamt rjóma og hellið yfir pylsurnar.

Sprautið kartöflumúsinni úr rjómasprautu í mótið og setjið á með skeið. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 200°c heitum ofni í 15-20 mínútur. 


Stjörnugjöf: