Fiskigratín

Innihald:

 • 4 stk LAUKUR, vor-
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 200 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 0.5 stk SPERGILKÁL, hrátt
 • 200 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 200 gr LAX, eldislax, hrár
 • 0.5 stk LAUKUR, hrár

Hollandersósa:

 • 1.5 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 250 gr SMJÖR
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 stk EGGJARAUÐUR, hænu-, hráar

Aðferð:

 

Fiskurinn er létt steiktur og svo rifinn niður í eldfast mót. Grænmetið er steikt og sett yfir fiskinn. 

 

Kreistið hálfa sítrónu yfir allt saman kryddið létt með salt og pipar. 

 

Sósan:

Þeytið eggarauðurnar, bræðið smjörið og setjið saman við í nokkrum skömmtum mjög varlega (sama og bernes sósa) kryddið með sítrónusafa, salt og pipar. Setjið sósuna yfir fiskinn og grænmetið.

Setjið inní 200° heitann ofninn í 10 mín.

 

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel á Stöð 2, 5. nóvember 2009.

 


Stjörnugjöf: