Grillaður kjúklingur með hvítlauk

Innihald:

  • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
  • 1 dl ÓLÍFUOLÍA
  • 1 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
  • 2 msk SOJASÓSA
  • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

  1. Blandið saman ólífuolíunni, hvítlauknum, safanum úr sítrónunni og soyasósunni.
  2. Kjúklingabringur skornar í teninga og marineraðar í olíumarineringunni í a.m.k. klukkutíma í ísskáp.
  3. Kjúklingnum er síðan þrætt á grillpinna og hann grillaður í ca. 5 mínútur (eða eftir stærð bitanna). 

Grillpinnana þarf að leggja í bleyti í a.m.k. klukkustund svo ekki kvikni í þeim á grillinu.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Lion d'Or
Tegund: Hvítvín
Land: Frakkland
Lýsing: Gott með fiski, ljósu kjöti, kjúklingi og eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.