Humar- og skötuselsgrillpinni

Innihald:

 • 400 gr HUMAR, hrár
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 400 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 1 stk KÚRBÍTUR, hrár

Dressing:

 • 1 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 3 msk KORIANDER
 • 0.5 tsk SALT, Maldon-
 • 1 tsk MYNTA
 • 3 msk límónusafi (lime)

Aðferð:

Hreinsaðu skötuselinn og humarinn og bitaðu síðan niður í hæfilega stóra bita.

Settu skötuselinn, humarinn, rauðlaukinn, zucchini og paprikuna til skiptis á grillpinna.

Grillaðu pinnann í eina til tvær mínútur á hvorri hlið á glóandi heitu grillinu. Má einnig steikja á pönnu.

Saltaðu og pipraðu eftir smekk.

Borið fram með salati og dressingu.

Dressing:

Allt sett í blandara og blandað vel saman.

 

Uppskrift fengin af veitingastadir.is


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Arthur Metz - Riesling
Tegund: Hvítvín
Land: Frakkland
Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.