Sjávarrétta paella

Innihald:

 • 1.25 dl BAUNIR, grænar, hráar
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-
 • 11 gr KJÚKLINGAKRAFTUR
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2.5 dl HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 3.5 dl Vatn
 • 4 stk Tómatar
 • 0.5 dl STEINSELJA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 170 gr LÚÐA, smálúða, hrá
 • 20 stk KRÆKLINGUR, hrár
 • 150 gr RÆKJUR

Aðferð:

ATH! Í þennan rétt þarf 0.5 tsk af saffran þráðum.

 

Matreiðsla:

Hitið ofninn í 200°c. Hitið olíuna í pönnu sem má fara inní ofn, steikið hvítlaukinn, laukinn en ekki brúna eða u.þ.b. 3 mínútur, setjið þá tómatana og safranið útí og steikið til viðbóta í ca. 2 mínútur.

Látið suðuna koma upp á vatninu og hrærið kjúklingakraftinum vel saman við.

Hrærið hrísgrjónunum saman og hellið kjúklinasoðinu útí, kryddið með salt og pipar, færið pönnunna ínní ofn og bakið í ca. 35 mínútur eða þangað til að hrísgrjóninn eru orðin mjúk.  Á meðan hrísgrjóninn eru að eldast þá skerið smálúðuna í bita og þrífið kræklingana.

Setjið kræklingana, smálúðubitana, rækjurnar og kryddið með salt og pipar og bakið í ca. 15mínútur í viðbót.

Þegar Sjávarréttar-Paella er tilbúinn þá dreifið steinseljunni yfir og berið fram strax.


Uppskrift fengin af veitingastadir.is


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Lion d'Or
Tegund: Hvítvín
Land: Frakkland
Lýsing: Gott með fiski, ljósu kjöti, kjúklingi og eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.