Lambalæri kryddað að hætti Jóa Fel

Innihald:

 • 1 stk LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 2 tsk PIPAR, svartur
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk GARÐABLÓÐBERG
 • 2 stk RÓSMARÍN, grein

Brúnaðar kartöflur:

 • 2 msk SMJÖR
 • 150 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 dl RJÓMI
 • 1 kg KARTÖFLUR, hráar

Rauðkálið:

 • 1 dl Vatn
 • 1 msk RIFSBERJAHLAUP
 • 200 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 2 msk SMJÖR
 • 1 stk EPLI
 • 1 stk RAUÐKÁL, hrátt
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 dl Edik, rauðvíns

Sósan:

 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 500 ml RJÓMI
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 150 gr OSTUR, Pipar
 • 2 msk PÚRTVÍN
 • 1 msk KJÖTKRAFTUR
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur

Aðferð:

Hreinsið lærið ef þið viljið. Saxið jurtirnar niður mjög smátt og kryddið með salt og pipar. Veltið kjötinu uppúr olíu, setjið svo kryddið á allt kjötið. Best er að láta kryddið lyggja á kjötinu í nokkra tíma eða yfir sólarhring, en þarf þó ekki nauðsinlega.

Setjið kjötið í ofninn við 120° og eldið í 90 mín. Takið þá kjötið út og stillið ofninn á grill. Látið kjötið standa í c.a 15 mín. Setjið kjötið aftur inn í ofninn undir grillið í c.a 10 mín, en þá ætti að vera komin góð húð á steikina.

 

Rauðkálið:
ATH! Í rauðkálið þarf 1 dl af sólberjasafti.

Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ - 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.

Brúnaðar kartöflur:
 
Sjóðið kartöflurnar og takið til hliðar. Brúnið sykurinn á víðri pönnu, setjið þá smjörið saman við og látið leysast upp. Hellið þá rjómanum sman við og lækkið hitann, setjið þá kartöflurnar saman við.

 

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel á Stöð 2.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Campo Viejo Gran Reserva
Tegund: Rauðvín
Land: Spánn
Lýsing: Frábært vín með grilluðu lamba- og nautakjöti. Vín fyrir þá sem vilja gera gott við sig og sína. Hentar einnig vel með öðru rauðu kjöti og...