Gljáður svínahamborgarhryggur með rauðvínssósu

Innihald:

  • 1.5 kg HAMBORGARHRYGGUR, hrár
  • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
  • 1 dl SINNEP, Dijon
  • 5 dl Vatn
  • 6 msk SÓSA, jöfnuð brún sósa
  • 1 dl RAUÐVÍN
  • 1 dl PÚÐURSYKUR
  • 1 dl HUNANG
  • 2 msk HNETUR, jarðhnetur, saltaðar
  • 1 stk LAUKUR, Shallot-

Aðferð:

Svínahryggurinn er settur í pott með köldu vatni og vatnið látið fljóta rétt yfir.

Suðan er látin koma varlega upp.

Þegar sýður í pottinum er slökkt og hryggurinn látinn jafna sig í pottinum í klukkutíma.

Sinnepið, hunanginu, púðursykrinum og hnetunum hrært saman og smurt yfir hrygginn.

Hryggurinn er síðan gljáður í 200°c heitum ofni í 15 mín.

Léttsteikið laukinn í potti og látið lárviðarlaufin, vatnið og rauðvínið þar útí og látið suðuna koma upp. Þykkið með brúnsósuþykkni.


Stjörnugjöf:  
Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
Sunrise Cabernet Sauvignon
Tegund: Rauðvín
Land: Chile
Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.