Bjórbrauð

Innihald:

  • 340 ml BJÓR, 4,5% alkóhól af rúmmáli
  • 5 gr GER, pressuger
  • 100 gr HEILHVEITI
  • 1 msk HUNANG
  • 400 gr HVEITI
  • 100 gr RÚGMJÖL, gróft
  • 1 tsk SALT, borðsalt
  • 20 gr SMJÖR

Aðferð:

Setjið bjórinn, hunangið og pressugerið í skál, gott er að leysa gerið upp í vökvanum (ekki nauðsynlegt) setjið þá restina saman við og vinnið rólega saman með krók í 2 mín. Vinnið svo á miðjuhraða í c.a 5 mín.

Setjið deigið á borðið og mótið kúlu, setjið hveiti í skál og leggið deigið þar ofan í. Setjið rakann klút yfir og setjið í kæli í c.a 18-24 tíma.

Takið deigið úr kæli og látið standa í c.a 30 mín. Mótið þá deigið létt í kúlu og látið hefast á bökunarplötu í c.a 2 tíma. Setjið mjöl yfir deigið og skerið tígla í, setjið inn í 230°C heitan ofn og úðið vatni um leið í ofninn. Lækkið hitann niður í 210° og bakið í c.a 35 mín eða þar til fallegur litur er kominn á brauðið.

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel.


Stjörnugjöf: