Brjálæðislega auðveldur kjúlli

Innihald:

  • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
  • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
  • 2 dl RJÓMI
  • 2 tsk BERNAISSE ESSENSE
  • 200 gr BLANDAÐ SALAT
  • 1 msk SINNEP, Dijon
  • 2 tsk ESTRAGON, lauf
  • 1 msk KÁLFAKRAFTUR

Aðferð:

Steikið bringurnar á pönnu saltið og piprið eftir smekk. Takið bringurnar af pönnunni hellið rjómanum út á pönnuna og látið restina af hráefninu út í. Setjið síðan bringurnar aftur út á sósuna á pönnunni og látið sjóða við vægan hita uns kjúklingurinn er fulleldaður. Nammi namm!

Þetta er borið fram með fersku salati og hrísgrjónum.


Stjörnugjöf: