Um okkur

 

Við erum tveir vinir sem fengum hugmyndina að þessari síðu í matarboði, hvar annars staðar? Talið barst um víðan völl en þegar farið að um ræða matargerð þá var aldeilis komið upp umræðuefni sem sló í gegn! Allir voru sammála um að enginn tími væri til að elda almennilegan kvöldmat lengur. Sami maturinn væri sífellt eldaður aftur og aftur, þó svo öll fjölskyldan væri komin með ógeð - m.a.s. hundurinn fúlsaði við afgöngunum.

Það hafði enginn lausn á reiðum höndum. Þegar fólk er í fullri vinnu og á börn þá er enginn tími til að setjast niður og skipuleggja matseðil, matargerð og innkaup enda enginn tími til að dútla í matargerð hálfan daginn.

Þegar hér var komið sögu kviknaði hugmynd sem féll svo sannarlega í frjóan jarðveg. Hún er nú orðin að veruleika með þessum vef og erum við ótrúlega ánægð með útkomuna. Nú vonum við bara að sem flestir nýti sér þessa þjónustu, enda er hún til þess ætluð að auðvelda okkur öllum lífið frá degi til dags.  

 

Ertu með góða uppskrift ?


Við erum alltaf að bæta við uppskriftum. Endilega sendu okkur uppskrift sem þér finnst vanta hérna inn. Smelltu hér til að senda.