Góð Húsráð
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |

AFHVERJU ER STUNDUM SVONA ERFITT AÐ NÁ EGGJASKURNINNI AF EFTIR SUÐU?

Eggin eru líklegast alveg glæný. Því nýrri sem eggin eru, þeim mun erfiðara er að skræla þau! Það er vegna þess að eftir því sem eggin eldast, myndast stærri loftgöt á skurninum og loft kemst undir skurninn sem gerir það að verkum að hún losnar auðveldar frá eftir suðu. Loftgötin eru líka ástæðan fyrir því að egg ætti ekki að geyma í ísskáp því þau "taka í sig" bragð af öðrum mat í ísskápnum.
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |