Góð Húsráð
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |

AF HVERJU BROTNAR EGGJASKURNIN Í POTTINUM?

Eggjaskurn brotnar stundum ef maður setur eggin harkalega í pottinn. Stundum brotna þau samt af engri ástæðu að því er virðist. Styrkleiki skurnar fer m.a. eftir mataræði varphænunnar og ýmsum öðrum þáttum! Gott ráð er að setja smávegis af salti í suðuvatnið. Það "styrkir" eggjaskurnina. Einnig er gott að setja eggið í matskeið og láta það síga varlega ofan í vatnið.
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |