Góð Húsráð
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |

HVERNIG MEÐHÖNDLAR MAÐUR HRÁAN KJÚKLING?

Illa eldaður kjúklingur getur valdið salmonellusýkingu en illa þrifin áhöld eftir meðhöndlun á hráum kjúklingi getur gert það líka. Best er að nota alltaf sérstakt skurðarbretti fyrir skurð á kjöti og er gott að nota litaaðferðina svokölluðu þ.e. að nota t.d. rautt bretti fyrir hrátt kjöt og grænt bretti fyrir ávexti og grænmeti. Mikilvægt er að hrár kjúklingur komist hvergi í samband við annað hráefni t.d. með því að skera hrátt kjöt og svo t.d. grænmeti. Við það myndast krosssmit sem getur valdið alvarlegri matareitrun. Gott er að nota einnota plasthanska þegar maður er að skera kjúklingakjöt og mikilvægt er að þrífa áhöld vel upp úr sjóðandi heitu vatni og sápu eftir meðhöndlun. Mikilvægt er að skrúbba skurðarbrettin strax eftir notkun. Við eldun er mikilvægt að kjúklingurinn sé eldaður í gegn og hvergi má leka blóð eða sjást í rautt kjöt. Gott er að skera í stærsta bitann til að sjá hvort að hann sé tilbúinn. Ef enn þá er bleikur litur á kjötinu, skal elda kjúklinginn meira. Munið að þrífa hnífinn eftir á! Ein stærstu mistökin sem fólk gerir er þegar grillveislurnar eru komnar í fullan gang, en þá vill bregða við að grillararnir taki hráan kjúkling með sömu töng og þeir nota til að taka tilbúið kjötið af grillinu. Það má alls ekki. Nota skal tvær mismunandi tangir!
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |