Góð Húsráð
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |

HVERNIG LOSNAR MAÐUR VIÐ AÐ GRÁTA ÞEGAR MAÐUR SKER NIÐUR LAUK?

Þú getur annað hvort notað sundgleraugu (sem er dálítið fyndið og virkar stundum) en einnig má skera laukinn í tvennt og skola sárin með köldu vatni því það er aðallega þar sem uppgufunin af lauknum verður. Laukur er missterkur og stundum grætur maður ekkert þó maður standi yfir lauknum þó að maður tárfelli við að skera annan lauk úr sama poka. Best er að vera eldsnöggur að skera og nota beittan hníf en einnig eru til sérstök laukskurðarbox þar sem maður stingur lauknum ofan í og saxar ofan í lokuðu ílátinu.
| 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |