GÓÐ HÚSRÁÐ ERU GULLS ÍGILDI

Húsráð byggja á reynslu og hafa oft og tíðum fylgt ættum eða jafnvel þjóðum mann fram af manni áratugum saman. Hvert svo sem vandamálið er þá er lausnin oft nær en margan grunar, enda eru miklar líkur á að einhver annar hafi þegar glímt við það og fundið á því lausn.

 

AF HVERJU VERÐA EGGIN STUNDUM GRÆN EFTIR SUÐU? Ef eggin fá ekki að kólna strax eftir suðu, halda þau áfram að sjóða í öllum hitanum og mynda þá grænan lit í rauðunni sem er frekar óspennandi. Gætið þess að kæla eggin strax eftir suðu. Gott er að setja þau undir ískalt, rennandi vatn í nokkrar mínútur.