GÓÐ HÚSRÁÐ ERU GULLS ÍGILDI

Húsráð byggja á reynslu og hafa oft og tíðum fylgt ættum eða jafnvel þjóðum mann fram af manni áratugum saman. Hvert svo sem vandamálið er þá er lausnin oft nær en margan grunar, enda eru miklar líkur á að einhver annar hafi þegar glímt við það og fundið á því lausn.

 

HVERNIG NÆ ÉG KERTAVAXI ÚR DÚK EÐA FÖTUM? Brjóttu mesta vaxið af þegar það er orðið alveg þurrt. Leggðu svo hreint, hvítt blað yfir blettinn og straujaðu varlega yfir. Færðu blaðið til oft þar sem blaðið drekkur í sig fituna.