GÓÐ HÚSRÁÐ ERU GULLS ÍGILDI

Húsráð byggja á reynslu og hafa oft og tíðum fylgt ættum eða jafnvel þjóðum mann fram af manni áratugum saman. Hvert svo sem vandamálið er þá er lausnin oft nær en margan grunar, enda eru miklar líkur á að einhver annar hafi þegar glímt við það og fundið á því lausn.

 

HVERNIG NÆ ÉG VONDRI LYKT ÚR ÍSSKÁPNUM? Þú getur sett edik í skál og lætur standa í ísskáp yfir nótt. Edikið eyðir vondu lyktinni.